Hvernig væri að laga leitarvélina okkar hérna?

Hér kemur hugmynd mín á því hvernig bæta mætti hana.


Mín hugmynd er að flokka efnið.

Dæmi:Ég leita að “freddie mercury”.

Þá er mín hugmynd að það komi svona tenglar eins og þessir.

“freddie mercury” leit

+Greinar 3

+Korkar 20

+Álit 100

+Innsent efni 2

(athugið að + sýnir a þú hefur ekki opnað þennan tengil, nöfnin á flokkunun standa fyrir það hverskonar efni flokkarnir innihalda og tölurnar standa fyrir fjölda efnis í hverjum flokki)

Svo þegar að ég myndi smella á tengilinn þá kæmi listi yfir greinarnar, korkana, álitin eða Innsenda efnið sem er til með/um “Freddie Mercury”.

Ég tel að þetta muni gera leitarvélina mun betri og hravirkari og auðveldari í notkun.

Endilega tjáið ykkur um þessa hugmynd og komið með ykkar skoðanir á því hvernig hægt er að bæta þessa hugmynd :)

Ástarkv. Huy