Alltí einu er komið auka drif í tölvuna sem enginn hefur sett í.
Málið er að ég er með C: sem harðan disk, D: sem diskadrif. Síðan er ég með utanáliggjandi disk sem hefur alltaf verið E: hjá mér þangað til núna. Alltí einu er komið auka drif sem hefur sama icon og diskadrifið sem heitir E: núna. Þar sem að ég er með alla tónlistina og margt fleira sem sækir í slóð sem hefur E: þá virkar það ekki lengur því utanáliggjandi diskurinn er orðinn F: núna út af þessu auka drifi.

Ég er búinn að fara í computure mangament og fikta eitthvað í því en ég get ekki skipt um bókstaf fyrir þetta aukadrif því það sést ekki þar. Ég hef ekki fundið leið til að eyða því út og búinn að prófa ýmislegt sem ekki hefur virkað.

Getur einhver hjáplað mér??
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.