Nú fer að styttast í að ég fari til Danmerkur (Hróarskelda :D) og ég hef verið að pæla í að kaupa mér eitthvað almennilegt. Mig langar rosalega í iPod en ég hef verið að pæla hvort það er þess virði … Vinkona mín á iPod sem er alltaf að bila, sama þótt hún sé nýbúin að láta laga hann. Eru það bara sumar tegundir af iPodum sem eru eitthvað að bila eða er þetta eitthvað drasl.

Svo langar mig líka að vita hvað þetta gæti kostað og hvar er best að kaupa þetta. Ég er ekkert svo mikið fyrir neitt of flókið svo kannski kaupi ég mér ekki það nýjasta. Aðalmálið er að hann geymi slatta af tónlist og endist ágætlega. Svo getur líka verið að það sé til eitthvað betra en iPod og það væri allt í lagi. Ég er ekki að fara að kaupa mér þetta til að vera eins og allir aðrir :P

Öll ráð vel þegin. Takk fyrirfram.