ok, þannig er mál með vexti að fyrir stuttu bilaði stýrikerfið og eitthvað vesen. ÞEgar ég kveikji á tölvunni kemur svona eins og vinjulega en þegar windows stýrikerfið á að ræsa sig kemur eitthvað hljóð og allt verður svart.
Þá lagaði viðgerðarkallinn það með því að setja windows disk í tölvuna og ýta á einhverja takka til að komast aftur inn í windows. og eftir það hefur þessi diskur alltaf þurft að vera í tölvunni þegar windows er að ræsa sig. En nei, faðir minn er svo sniðugur að taka diskinn úr og slekkur síðan á tölvunni. Svo nú ef að ég vil komast inn í windows þarf ég að setja diskinn inn og ýta á einhverja takka. Hefur einhver hugmynd um hvaða takkar þetta gætu verið, takk?