Komið öll blessuð og sæl!

Ég er að fara til Búlgaríu í útskriftarferð eftir þrjár vikur. Og þar sem að búlgarski gjaldeyrinn (lef) fæst ekki hér á Íslandi þá er ég að spá hvort haldið þið að sé betra að fá evrur í staðinn og skipta þeim síðan úti eða bara hafa þetta allt á korti og fara alltaf í hraðbanka?
Pabbi minn segir að bæði sé áhætta en eitthvað verður maður að gera!
Og ég veit að það eru nokkrir aðrir menntaskólar að fara til Búlgaríu þannig að ég býst við svari ;)

Kveðja
Ég finn til, þess vegna er ég