Svo er mál með vexti að iPodinn minn hefur ákveðið að gera uppreisn og núna get ég ekki kveikt á honum!
Það var í fínu lagi með hann í gær og ég hlustaði mikið á hann. Svo í morgun ætlaði ég að kveikja á honum en allt kom fyrir ekki, hann kveikti ekki á sér =/
Ég prófaði að halda niðri öllum tökkunum, hverjum fyrir sig, reyndi að restarta honum en ekkert gekk (og já, ég tók “hold-takkan” af ;)).
Svo er ég nýbúin að setja hann í samband við tölvuna og ætlaði að gá hvort að hann færi ekki í gang þá og það kæmi “do not disconnect” á honum en það virkaði ekkert betur en áður =/
Ég opnaði meira að segja iTunes en hann var hvergi þar inná…
Hvað í ósköpunum er að og hvernig er hægt að laga þetta?

Kv, Desmondia

PS: Þetta er svartur iPod Nano 2 gb.