jæja, þá hef ég tekið þá stóru ákvörðun að hafa gömlu borðtölvuna með linux stýrikerfinu, enda er það ókeypis, auðvelt í uppsetningu og bara hefur allt sem svona gamall vinnuhestur, sem fer ekki í neina leiki eða neitt, þarf.

því leita ég á náðir ykkar kæru hugarar með hjálp um hvar ég finn þetta sniðuga stýrikerfi. ég fór á www.linux.org en hún vísar á nokkrar síður sem flestar virðast hafa dáið fyrir svona ári eða tveim árum síðan. er virkilega ekki til nýrri útgáfa af þessu en eitthvað um árs gömul? ef ekki, er þá ekki eitthvað annað svona ókeypis stýrikerfi sem virkar ágætlega á leikjalausa tölvu?
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“