Já, ég ýtti á "stig" takkann áðan og leit á listann sem sýndi hversu mörg stig ég er með í hverju áhugmáli. Þrátt fyrir að vera með tiltölulega stuttan lista var ég í vandræðum með að sjá í hvaða áhugamáli ég var með flest stig í. Ég fór að pæla í þessu og sá enga leið fyrir mig að endurraða þessu. Þess vegna datt mér í hug að það væri kannski sniðugt að bæta við svo sem einum takka eða tveim til að geta annaðhvort raðað þessu í stafrófsröð eftir áhugamálum eða eftir fjölda stiga, first to last.

Ég sé ekki að þetta ætti að vera flókið og ég held að þetta væri virkilega til bóta.
Vonandi eru einhverjir sammála. Please, people, share your opinion.