Ég er með iPod nano og ég byrjaði bara á því að setja lög á hann úr iTunes.

En það var þannig að lögin í iTunes hjá mér eru 6GB en iPod-inn tekur bara 4GB svo að talvan tekur bara sjálf eitthver lög út.

Ég sé það og fer þá aftur í iTunes og ætla að velja mér sjálfur eitthver lög og þegar ég er búinn að vera í u.þ.b. klukkutíma að setja inn lög og delete-a eitthverjum út af gamla playlist-anum þá tengi ég iPodin við tölvuna en þá segir hún að það sé ekki meira pláss. Hún heldur þá að hún eigi að bæta við nýju lögunum (þau voru einmitt 4GB en það kemur málinu ekkert við :P).

Þannig ég spyr. Hvernig delete-ar maður gömlu lögunum útaf iPod-num og setur síðan lög aftur inn?