Ég er með svona Asus fartölvu einhverja. Þegar honum finnst eitthvað vera að, þá blikkar svona Warning merki í horninu. Það blikkar t.d. ef ég fylli eitthvað drif, eða hitinn fer yfir 90°. Núna blikkar einmitt svona merki, en þegar ég smelli á það er eins og ekkert sé að, og það kemur alveg tómur Asus glugginn. Það stendur bara Normal einsog ekkert sé að, og ég sé ekki einusinni þær tölur sem ég sé venjulega í þessum glugga. Síðan loka ég glugganum, og þá byrjar merkið aftur að blikka í horninu.
Ég er búin að prófa það eina sem mér datt í hug að gera, restarta tölvunni, en þetta er samt ennþá svona.

Er einhver hérna klárari en ég?