Mig langar núna að stinga uppá nýja hugmynd til að hagræða aðeins betur í skilaboðaskjóðunni en ég ákvað bara að teikna hugmyndina svo þið skiljið mig betur.

Teikning 1

Á þessari mynd sjáið þið nokkurs konar tree directory skrá eða ættartré hvað svo sem þið viljið kalla það. Og í því eru fjórar möppur með ákveðnum korkum. Með því að smella á viðkomandi kork þá gerist þetta (sjá teikningu 2)

Teikning 2

Á annari myndinni sýnir hún þegar þíð ýtið á einn korkinn og þá sýnir hún öll svörin seem tilheyra þessu ákveðna korki. Það þarf bara að smella aftur á möppuna til að loka því. Þetta er bara mjög svipað kerfi og er á windowsinu sem heitir History eða ferillskrá sem ég er að byðja núna um.

En ég er orðinn svoldið pirraður á þessu svörum sem ég fæ enda ekki kemur þar aldrei fram nema ég ýti á svarið hvaða korki eða greinin eða álitið svörin koma frá.

Auðvitað gleymdi ég að bæta inní áhugamál og greinar inní þessa teikningu en það gerir ekkert til enda veit ég að þetta er mjög skiljanlegt fyrir ykkur.

Þessi hugmynd getur líka nýst hér á korkum og greinum en ég er nokkuð viss um að bæði stjórnendur og notendur eru orðnir svoldið þreyttir á því þegar svörin fara langt út til hægri sérstaklega þegar einhver svarar inní annað svar sem tilheyrir sama korkinum.

Ég vona að þið skiljið þessa hugmynd enda snýst þetta um smá lagfæringu. Ég meina þetta er bara hugmynd byggt á gömlu góðu dos kerfinu tree directory.

En þið þurfið ekkert að flýta ykkur að gera þetta ég vona að bara samt að þessi hugmynd sé á hugar.is uppfærsludagskrá ykkar.

Takk fyrir mig.