Þannig er mál með vexti að móðir mín elskuleg var að fikta í tölvunni minni á meðan ég var ekki heima. Vildi hún komast inn í Firefox til þess að fara á netið. Þá gerðist þetta sem gerist stundum og ég veit ekki af hverju það gerist, að Firefox bað hana um að velja user til þess að fara inn í Firefox á. Hún breytti semsagt um default user og ég fæ ekki að hafa allar stillingarnar mínar og bókamerki.

Þess vegna spyr ég, hefur einhver hugmynd um hvernig á að breyta þessu til baka?