Datt þetta í hug áðan þegar ég las tilkynninguna um korkana.

Hvernig væri það, að ef að maður myndi finna sig knúinn til að gera kork á huga.is, myndi það kosta mann eins og 10 krónur.

Það væri þá hægt að nota símaþjónustu í þetta, skrá símanúmerið sitt og ef að maður gerir kork þá kostar það 10 krónur sem að fara á símreikninginn eða af frelsinu.

Síðan ef að korkurinn er slæmur bullkorkur þá getur vefstjóri tekið 99 krónur í sekt eða eitthvað álíka.

Eða þá að það væri svona kosningakerfi, þannig að hægt væri að kjósa hvort að korkurinn er góður eða slæmur (20 mínusar = sekt) og ef að hann væri góður (20 plúsar = endurgreiðsla) þá væri verðið sem að var greitt fyrir að búa hann til endurgreitt aftur inn á símreikninginn. Þá þyrfti vefstjóri ekki að skoða hvern einasta kork á forsíðunni.

Þetta var bara bull í mér, endilega kommentið á vitleysuna.