Halló, ég er að leita að kvikmynd sem ég man ekki hvað hét og vonast eftir því að einhver gæti hjálpað mér.

Það var búið að finna uppá tímaflakki og eitthvað fyrirtæki var svo sniðugt og bauð uppá Risaeðlu dráp, sem sagt að maður gat drepið eina risaeðlu með skotvopni sem fyrirtækið lánaði viðkomandi, risaeðlan hefði drepist nokkrum sekundum eftir að það var búið að drepa hana svo þetta hafði enginn áhrif á framtíðinna.
Þar til að einn maður sem fór í þetta ferðalag og gerðist svo klaufskur að hann steig á fiðrildi og framtíðin er einhverri vitleysu og allir að reyna að laga þessi mistök.


Þetta las ég í video blaði en bara man EKKI hvað myndinn hét og þetta er að angra mig því að mig langar svo sárlega mikið til að vita hvað þessi mynd heitir.

Skítköst afþökkuð