Mig langaði að koma með þá hugmynd að settur yrði upp linkur um trúmál hér á huga, allavega kanna hvort áhugi væri fyrir að hafa einn slíkan. Trúmál er eitthvað sem snertir nánast okkur öll og flestir hafa einhverja skoðun á. Þar sem að fólk hefur yfirleitt mjög misjafnar skoðanir á þessu máli, væri örugglega hægt að hafa einhverjar málefnanlegar umræður í gangi og gaman að sjá hvaða álit fólk hefur á þessu öllu saman:O)= Auðvitað er þetta örugglega viðkvæmt málefni fyrir suma en ef að fólk getur komið með eitthvað með viti er hægt að læra helling af því að fræðast um annars konar trú og mismunandi skoðanir fólks á lífinu:O)=
Þar sem að ég hef ekki tölvukunnáttu til að gera það sjálf þá langar mig að vita hvort hægt væri að setja upp þessa grein ef að einhver áhugi væri fyrir því. Annars veit ég ekki hvort það væri kannski hægt að tala um þetta á alþingi eða heimspeki eða dulspeki eða eitthvað en samt væri gaman að hafa sér grein undir þetta:O)=