Ég gerið ráð fyrir því að þessi hugmynd hafi komið áður hér, en af hverju eru flestir hérna að reyna að nota broskallamerki þegar þeir virka ekki hér?

Er ekki bara tími til komið að taka bara slíkt upp þá.

Ef rökin er svona “það er tilgangslaust” eða “það verður bara misnotað” og “það er svo barnalegt”, þá hunsa ég slíkt. Það er allir farnir að nota einhver tákn hérna sem fer rosalega í pirrurnar mínar enda skil ég ekki flest hvað þessi tákn þýða eins og :) . Þetta átti að vera einhverskonar brokall. Þess vegna tel ég það breyta engu að hafa þessu litlu krúttlegu gulu hnöttótu skapgerðarkalla eða eins og sumir kjósa að kalla það broskalla. Það myndi allavega lífga upp svolítið tilveruna hér að hafa svoleiðis hér. Ég meina það skemmir ekki neitt. Allir msn notendur kannast við þetta og þetta fer aldrei í taugarnar mínar. Það er nánast allir spjallvefir komnir með þetta. Þess vegna skil ég ekki enn af hverju hugi.is þarf að vera svona mikill eftirbátur með þetta.