Yup, þeir eru ekkert að virka. Ekki á nokkurn hátt, sama hvað ég geri.

Ég stilli á hæsta og leyfi þessu bara að koma venjulega út, en ég heyri bara pínulítið smá í þessu ef ég færi eyrað alveg uppað hátölurunum.

Ef ég tengi heyrnartól við fartölvuna, heyrist aðeins en voðavoðalítið, það lágt að það tekur því ekki að reyna að hlusta.

Síðan reyndi ég að tengja tölvuhátalara við fartölvuna, heyrist voðalítið í þeim þó ég stilli á hæsta, það lítið að hljóðið þegar ég pikka á lyklaborðið yfirgnæfir alveg allt hljóð sem kemur úr hátölurunum.

Og síðan prófaði ég að setja heyrnartólin í tölvuhátalarana sem voru tengdir við fartölvuna, og þá heyrist pínkupons. Það lágt samt að maður heyrir eiginlega ekkert og tekur því ekki að hlusta á þetta.

Þetta var alltaf svona fyrst þegar fartölvan var notuð, en síðan í október hefur samt alltaf verið hægt að hlusta almennilega á eitthvað í henni. En þegar ég var að færa hana aðeins til nýlega (missti hana ekki, ekkert kom fyrir hana nema að ég aftengdi tölvuhátalarana í smástund), þá kom þetta aftur þetta lága sound sem var alltaf að bögga mann fyrst þegar tölvan var í notkun.

Veit einhver hvað gæti verið að?