Þekkir einhver vandamálið

Ég sótti á netið Shareware forrit á netið, forrit sem ætlað er til að taka upp (record) lög af CD disk yfir á tölvuna. – forritið reyndist aðeins gefa möguleika á 1 mínútu upptöku, svo ég henti því út aftur.

Eftir þetta hættu hin hefðbundnu Windows hljóð að heyrast, sem dæmi; þegar kveikt er á tölvunni og eða slökkt, og ekki heyrist lengur þegar pósturinn minn kemur osfv.

Hátalaratáknið (hækka og lækka) sem var neðst á Destop(inu) var horfið og ég veit ekki hvernig ég sæki það aftur.

Ég get aftur á móti hlustað á upptökur, td. klippur á Huga, spilað geisladisk og skoðað klippur og hlustað á tónlist með Windows Media Player. En þegar ég ætla að setja tónlist inn á verkefni unnið með Windows Photo Story – þá koma upp villuboð sem segja að ekkert hljóðkort sé í vélinni.

Hvað er til ráða ? þið sem yngri eruð (ég er 72ja) hljótið að geta liðsinnt mér og ég vona að einhverjir láti í sér heyra.