Skráning utan trúfélaga já, það er hægt að túlka það líka þannig að þú iðkir einhverja aðra trú en einhver af skráðum trúfélugum bíður upp á, t.d. Falun Gong. Þess vegna getur þú skrifað í línuna undir “óskráð trúfélög”, ÉG ER EFAHYGGJUMAÐUR eða ÉG ER EKKI Í TRÚFÉLAGI OG HEF ENGAN ÁHUGA Á SLÍKU, til dæmis ;)
Þessar “nánari upplýsingar” sem ég var að tala um eru upplýsingar um trúmál almennt. Til dæmis útskýrt fyrir manni hvernig gjaldheimta fer fram og manni bent á að allir séu skráðir í Þjóðkirkjuna sjálfkrafa við fæðingu. Þú þarft að borga 6800 krónur til Háskóla Íslands ef þú ert ekki skráður í skráð trúfélag … sem er einstaklega furðulegt því þú skráðir þig heldur ekki í HÍ. Allt þetta og meira til er rætt um á sidmennt.is