Sælir ég myndi mæla með að koma inn snocross sem er vinsælt efni og verður vinsælla með vetrinum ég er með eina góða heimasíðu sem mana alla til að skoða, þið verðið ekki fyrir vonbrygðum, www.lexi.is<br>Kveðja Lexi
Hey ég fann þennan kork, ég ætlaði einmitt að fara pósta grein en set þetta bara hérna eins og ætlast er til. Ég vil fá tölvu/tækni/gaget huga<br>Tækniraus korkurinn undir skjalfta er bara dauður og ekkert hægt að fá úr honum<br><br>pretty please
1. Anime og Manga<br>2. Digital Art(myndir gerðar í Photoshop eða paintshop pro eða eitthvað myndvinnslu forrit og nýjustu fréttir frá Adobe og Macromedia)<br>3. Vefsíðugerð<br>4. Tölvuleikir almennt<br>5. Comics (þá yrði að vísu Manga þar inni)<br>6. Listir, art, þar sem fólk gæti sýnt nýjustu verkin sýn eða eitthvað álíka.<br><br>Þetta eru nokkrar hugmyndir.
Ég er sammál með Photoshop og vefsíðugerð o.fl en mig langa líka svæði þar sem fólk getur uploadað lögunum sínum, sem það hefur gert á tölvunni heima hjá sér, eða bara sent þau og þeir setja það inn, starfsmennirnir hérna, einsog það er gert með myndirnar. Það væri flott.
Já, það er frábær hugmynd áhugamál um leiki bara frá Blizzard. Fyrir þá sem ekki vita hvaða leikir það eru þá eru það: Warcraft 1&2, Starcraft, Diablo 1&2 og ekkert meir að mig minnir.
Ég ætla ekkert að tjá mig núna um ný áhugamál, en mér finnst að aðstandendur Huga mættu reyna að víkka eilítið og samhæfa skilgreiningar á áhugamálum. Hvers vegna er t.d. til áhugamál um DVD og kvikmyndir og síðan sérstaklega um Titan AE? Hvers vegna er Titan AE ekki einfaldlega sett upp sem korkur undir kvikmyndum? Hvers vegna er til sér áhugamál um Starcraft. Af hverju er ekki bara eitt áhugamál: herkænskuleikir?<br><br> Kveðja, Vargu
Titan A.E. var sett upp sem áhugamál einfaldlega út af því að við vorum með leik þar sem fólk gat unnið sér inn miða o.s.frv. Með að hafa þetta víðara er ekki markmið huga. Það hefur sýnt sig að ef það er sett upp þannig, eins og áhugamálið fótbolti eða áhugamálið tölvur þá verða umræðurnar ómarkvissar og svo að lokum engar.
. jamm, ég vill fá svona Windows Customize áhugamál. Eins og <a href="http://www.Deskmod.com“>Deskmod.com</a>. Þar getur þú sent þín eigin myndir sem background, sent skinn fyrir winamp, Themes fyrir windows og <a href=”http://www.litestep.net“>Litestep</a>(snilld) og svo mætti lengi telja…. Það væri mikil snilld..
EvE á eftir að verða fyrsti´góði íslenski tölvuleikurinn þannig að mér finnst að hugi.is verði að setja áhugamál um hann. Svo finnst mér líka vanta að geta talað um tölvuleiki almennt í einhverjum “almennum tölvuleikja korki”
Það væri mjög gaman að fá áhugamál um tölvuleiki almennt. Deus Ex er snilld, hann má fá svæði. Ég vona að stjórnendur taki Titan A.E svæðið af, myndin sökkaði og svæðið er dautt.
Ég vil endilega fá stað þar sem maður getur sagt sína skoðun á hinum ýmsu málum,(stundum þarf ég að fá útrás ef ég hef lesið einhverja fáránlega grein í blaði t.d.) ekki endilega sérstök áhugamál, bara ,,ýmislegt´´
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..