Ég er með 2 harða diska í tölvunni minni, C (Windows er uppsett á þennan) og D (hugsaður sem geymsla) og þeir virkuðu fínt. Svo einn daginn þegar ég var í tölvunni varð talvan svolítið sljó og hökti. Og viti menn D diskurinn var bara búinn að loka sér, fæ alltaf þennan error núna: D:\ is not accessible the file or directory is corrupted and unreadable.

Ég keypti mér nýja snúru sem fer úr móðurborði í diskana og það lagaði ekkert. Svo ég spyr snillingana hvort þeim detti eitthvað í hug hvað þetta getur verið?