Þannig er mál með vexti að ég lagði leið mína niður í BT í dag og verslaði mér tölvuleik.
Það væri nú ekki frásögu færandi, nema að þegar heim er komið og leikurinn uppsettur á vélinni, þá er heimtað að ég “registeri” “CD-keyinn” á “account”.
Ég hafði svosem ekkert á móti því, og gerði mig líklegan til að gera það, en mig rekur svo í rogastans þegar forritið hendir í mig svari, þar sem það segir mér að “CD-keyinn” sé í þegar í notkun, og
ég geti því ekki spilað leikinn.
Ég er búinn að margreyna að skrifa það, og er viss um að ég hef ekki gert neitt vitlaust.
Get ég farið niður í BT og krafið þá um annað eintak, eða verð ég að bíta í það súra epli að hafa keypt eintak sem er ekki nothæft?