Ég lenti í því í dag að Avast vírusvörnin skilgreindi quicktimestreaming.qtx sem trójuhest, og mældi með að setja þessa skrá í kistu í avast foldernum.
Þá geri ég það og allt sýnist í lagi, en þegar ég reyni að keyra iTunes þá kemur bara villugluggi ( þessi með Send Error Report ) og Quicktime virkar ekki heldur.
Þá reinstall-a ég með eldri útgáfu en það sama gerist. Eftir þetta fer ég í avast folderinn og restore-a skrána. Og þá virkar þetta.

Veit einhver hvort þetta sé alvöru trójuhestur eða mistök í vírusvörninni ?