Er linkasíðan http://www.tilveran.is hætt?

Síðast þegar ég gáði var sagt að það væri tímabundið lokað en svo er bara síðan farinn.

Þess vegna spyr ég sem ekki veit hvað er í gangi. er www.tilveran.is hætt?

Tvær íslenskar síður sem ég hafði eitt sinn gaman af heimsækja hafa horfið þetta árið. Fyrst 01.is og nú tilveran.is

Nú er bara tveir eftir af mínum uppáhalds íslenskum síðum þar sem ég heimsæki oftast eftir www.hugi.is og hitt er www.tolvuleikir þar sem ég er admin. Auðvitað stór spurning hversu lengi það verður líka farið.

Ég veit ekkert um fleiri áhugaverðar og vinsælar íslenskar heimasíður í augnablikinu. En það er ekki margar íslenskar spjallsíður eftir til lengur.

Liggur vandamálið við þessu kannski útaf því að það er alltof dýrt að reka íslenskar spjallsíður nú til dags eða er það út óvinsældum eða innihaldinu sem það býður uppá að síður eru látnar hætta. Eða bara einfaldlega útaf því að eigandinn sjálfur sem skapaði síðuna er búinn að fá leið á þessu og ákveður bara skyndilega að slökkva á þessu vegna sífeldrar kvartana útaf því að síðan hefur ekki verið uppfærð lengi sem gerðist einmitt á 01.is?

Myndi t.d www.hugi.is hætta af sömum ástæðum sem ég nefndi að ofan?

Er spjallsíðan hugi.is elsta íslenska spjallsíðan? Hvað er hugi.is annars orðinn gamall núna?