Eflaust finnst einhverjum að ég ætti að posta þessu á farsíma áhugamálið, en ég geri passlega ráð fyrir því að það fari ekki margir þangað inn á dag.

Þannig er mál að vexti að símanum mínum var stolið, ég hef einn 99,9% grunaðan, en auðvitað hef ég enga sönnun. Fór til lögreglu og spurði hvort það væri ekki hægt að rekja IMEI númerið til að busta kauða og þeir sendu það til landssímans eða e-ð. Svo er ég núna að heyra að það geti tekið ár og öld að fá niðurstöður úr þessu! Í minnsta lagi 3 mánuði!

Hefur einhver lennt í svipuðu? Eða veit einhver hvort það er til einhver önnur leið til að rekja þetta?

Þetta er bara svo mikill bömmer… Keypti símann fyrir 3 vikum!
“Imagination is the only weapon in the war against reality.”