Þannig e rþað nú að ég er í tungumálanámi, ensku dönsku og spænsku, og á orðabækur fyrir ensku og dönsku, litlu gulu bækurnar.

Þar er samt ekki nærrum því nógur orðaforði, og kennararnir segja að ég þurfi að uppfæra, og fyrst ég er að fæa orðabók á annað borð, langar mig í tölvuorðabók, það er svo miklu þægilegra að leita að orðum með þeim.

Svo ég spyr, vitið þið um e-r góðar? Ég veit af ordabok.is, nota hana stundum, og vantar því aðallega fyrir hin tungumálin.

Fyrir nokkru síðan voru alltaf auglýsingar í Dagskrá Vikunnar, um e-a svaka góða og fjölhæfa orðabók, en ég man ekki hvað það heitir, eða hvar það fæst, man e-r það?

Vona að einhver geti hjálpað mér :}