Þannig er mál með vexti að ég á mp3 spilara, 128 mb Medion. Hann er orðinn úreltur, en ég keypti hann síðasta vor, vorið 2004.
Þá voru iPodarnir ekki orðnir svona vinsælir.

Hinsvegar, um daginn var ég í Elkó, og þar er iPod shuffle til sölu. Þar sá ég í fyrsta sinn hversu lítill og flottur hann er í alvörunni.

Ég er að fara til útlanda eftir mánuð, og er að pæla í að kaupa kannski einn 1 gb í fríhöfninni á 12.990.

En ég er að spá í, getur iPod tekið lög sem eru .mp3? Ég á bara þannig lög og veit eiginlega ekki neitt um iPod né hvernig á að skipta um format.

Og veit einhver hvar ég get fengið frí lög á netinu, ekki DC? Ég fann til dæmis einu sinni síðu með fríum Rammstein lögum, en veit ekki alveg slóðina.

Takk fyrir :}

E.s. ekki segja að ég ætti frekar að fá mér iPod mini eða stærri spilara, ég er að leita eftir bara svona litlum spilurum, en það væri samt alveg ágætt ef það eru fleiri svona góðir spilarar í þessum stærðarflokki.