Ég gæti sent þetta inná heilsu en þá myndi líklega líða heil eilífð þangað til ég fengi svar og mig vantar svar býsna bráðlega þannig að ég prófa frekar hérna.
Ég hef átt erfiðleika með öndun upp á síðkastið og það lýsir sér þannig að ég get ekki andað djúpt inn. Í hver skipti sem ég anda djúpt inn finn ég til og líður eins og lungun séu ekki nógu og stór og séu að fara að springa. Ég fór til læknis út af þessu en hann gat ekki fundið neitt að mér. Hefur einhver annar lent í þessu. Ef svo er, hvað var þetta þá?
Ekki segja mér að þetta sé æfingaleysi því ég var í leikfimi í 80 mínútur á viku og júdó 3svar í viku þegar þetta byrjaði. Þetta byrjaði eftir að ég veiktist með rosalegann hósta sem að entist í nokkra daga og þá liða vanalega varla nokkrar mínútur án þess að ég fengi hóstakast.