Ég ætla að fá að koma með eina spurningu um iPod.

Ég var að spá í að fá mér 20 Gb iPod Photo í fríhöfninni, og hann kostar 26.990 kr.
en síðan var vinur minn að segja mér að ég þyrfti síðan að borga eitthvað stefgjald aukalega, til að geta farið með hann heim..
Er það þannig eða, þarf ég að borga síðan nokkrar krónur fyrir hvert megabæt ?

Síðan annað, ég var líka að spá í að kaupa hann bara útí París, og hafa hann síðan bara í handfarangri, en ef þeir sjá hann, þarf þá ekki að sýna vottorð um að hann hafi verið keyptur á Íslandi eða eitthvað. ?

Er eitthvað til í þessu? Eða get ég bara keypt iPod 20 Gb á 27 þúsund í Fríhöfninni, og allt klárt ?