Ég var að sjá grein eftir Undead í Nöldur, og ég er algjörlega sammála henni!

Hverskonar vefsíða/maður er það sem að setur inn áhugamál fyrir Hunda, Ketti, Þursinn, Farsíma(áhugamál um Farsíma? ehh), o.s.frv þegar að mesta snilldarverki bókmenntanna, Lord of the rings er sleppt! Hobbiton, Lord of the rings trilogían, og Silmarillion eru samtals yfir 2000 blaðsíður, og þar að auki eru aðrar bækur eftir manninn, og aðra um þennan sama heim(Unfinnished tales, Atlas of middle-earth, o.s.frv).

Ef að þetta væri ekki nóg til að stofna áhugamál(duh!) má bæta því við að það eru á leiðinni Þrjár myndir gerðar eftir hringadróttinssögu og saman kostuðu þær 5 MILJARÐA íslenskra króna. Ef að henni á að ganga vel munu verða gerðar myndir eftir Hobbiton, og jafnvel samið eitthvað upp sem á að gerast í þessum heimi.

Ef að ÞETTA allt væri ekki nóg til að stofna áhugamál(tvöfalt duh!) er líka hægt að segja að það er á leiðinni tölvuleikur gerður eftir trilogíunni á leiðinni, og hann mun verða framleiddur af Interplay.

Ég skil ekki afhverju þessu mikla verki er ekki gefið neitt á meðan að Hundar og Kettir fá áhugamál.. þvílíkt bull!