Ég er hérna með nokkrar tillögur að áhugamálum:

1. Sims leikirnir (eins og ÍTREKAÐ hefur verið beðið um, og á ég þá við SimCity, The Sims-líka viðbæturnar Livin´it up & House Party, og svo þegar SimsVille kemur út).

2. Ferðalög/Útlönd (eða eitthvað álíka nafn, allavega eitthvað sem tengist öðrum löndum og geta þá Hugarar borið saman reynslu sína frá mismunandi löndum).

3. Uppskriftir/Matur/Drykkir (þetta höfðar líklega einungis til okkar kvenfólksins en kannski að e-h strákar hafi þörf fyrir þetta líka).

4. Tycoon leikirnir (Rollercoaster, Railroad, Pizza, Monopoly o.fl).

Þetta er það sem ég man í bili.
Bæti við þetta ef mér skyldi detta eitthvað meira í hug!

Hvað finnst ykkur um þessi áhugamál?
Kveðja,
Pernilla