Ég er bara að láta þetta hérna inn því að ég man fyrir mánuði eða eitthvað þá var einhver að spurja hvar hann gæti fengið vinnu.

Allarvegana þá vildi ég bara deila því með ykkur að það er laust staf á Tabaz barnum sem uppvaskari. Þetta er kvöld og helgar vinna. Semsagt nokkur kvöld í viku og líklega önnur hver helgi. Starfið felst í því að vaska upp og kannski hjálpa kokkunum líka smá, voða lítið samt. Ég held að umsækjandi verð að vera svona 15+ ára. Alveg ágæt vinna.

Ef þið hafið áhuga á starfinu hringið þá bara á Tabaz barinn, milli svona 3-6, og byðjið um að fá að tala við kokk. Þegar kokkurinn svarar þá spurjiði hann bara hvort að það vanti uppvaskara þarna og fáiði síðan betri upplýsingar ef þið viljið. Ekkert flókið ykkur er örugglega bara sagt að mæta á staðinn kl blablabla og þá eruð þið komnir með vinnuna.Það er ekkert verið að fara í gegnum milljón umsóknir. Þegar ég fékk starfið þá hringdi ég einu sinni og fékk starfið þannig, var byrjaður að vinna næstu helgi.

P.s Tabaz barinn er rétt hjá Ingólfstrogi.
“Why can't we just get along”