Skelfing hefur það verið þreytandi að fylgjast með korkaflórunni á forsíðu Huga undanfarið. Ég er nánast hættur að nenna að opna tenglana á korkunum vegna þess að lítið er þar annað en væl og barnaskapur…

Svo er það “heitar umræður” .. svei mér þá!
Ég er steinhættur að fara inn á þræði í heitum umræðum vegna þess að þar er ekkert nema bull og þvæla. Maður er löngu hættur að hafa gaman af því að fara þar inn og reyna að finna eitthvað áhugavert og jafnvel taka þátt í “umræðum” vegna þess að það eru engar vitsmunalegar umræður þar anymore …

Ég legg til að JReykdal og ráðamenn Huga taki sig til og breyti “heitum umræðum” þannig að einungis greinar fari þangað inn. Banna korka á heitum umræðum.

Það er mitt persónulega mat að flestir sem hanga allan sólahringinn á forsíðu huga eru sífellt að reyna að koma “sínum” korki inn á “heitar umræður” og þetta er fáránlegt. Málið er að ef það færu engir korkar á heitu umræðurnar - þá mundi mikið af allri þessari þvælu og vitleysu hætta …

Þá kannski færu þeir sem spamma mest á korkum fara að skrifa greinar (sem vonandi væru aðeins betri en korkafóður) og þá mundi kannski koma líf á sum áhugamálin á Huga…

Mörg áhugamál á Huga eru hálfvængbrotin vegna þess að það eru allir litlu krakkarnir að hamast við að skrifa korka með von um að koma þeim í heitar umræður.

Kveðja:
Tigercop sem vill korkana burt úr heitum umræðum - og jafnvel hætta að gefa stig fyrir korkana. Burt með bull og þvælu sem ekkert vit er í og inn með góðar greinar sem varið er í að fara inná og taka þátt í umræðum sem ekki einkennast af barnaskap …