Jæja, þá er maður genginn í barndóm enn á ný og farinn að spil Nintendo (NES) á fullu aftur í, í emulator að vísu. Vandamálið er það að ég finn ekki nokkra leiki sem ég spilaði í gamla daga, vegna þess að ég veit ekki hvað þeir heita! Það eru sérstaklega tveir leikir sem mig vantar nafnið á.

Í fyrsta lagi er það ninja leikur. Ég spilaði alltaf japanska version þannig að ég hef ekki hugmynd um hvað hann heitir. Hægt var að velja á milli blárrar ninju og rauðrar og höfðu þær báðar sér vopn. Önnur var með sverð en hin einhverskonar kastdót sem var í spotta og kom alltaf aftur til hennar. Hringir þetta einhverjum bjöllum?

Svo er það hinn leikurinn. Ég fékk hann lánaðan hjá vini mínum frekar “seint” á Nintendo ferli mínum og man bara ekkert hvað hann heitir. Í honum lék maður hvítan lítinn karl (sem minnti jafnvel eilítið á draug) í bláum fötum með kol svört augu. Mission-ið var að bjarga vinum sínum og þegar maður fann hina gat maður líka leikið þá. Ég man að einn þeirra var ekki með neina fætur heldur leið áfram á hálfgerðu skotti, hann var með sólgleraugu og í bleikum fötum. Er einhver sem veit um hvaða leik ég er að tala?

Og fyrst við erum að þessu á annað borð, veit einhver hvað lagið heitir og með hverjum það er, sem er í Everybody Loves Raymond auglýsingunum?
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _