Ég tek eftir því að undir áhugamálum tengdum sjónvarpsefni eru aðeins tvær teiknimyndir. Þetta eru bæði frábærar teiknimyndir(sérstaklega simpsons, hef horft á þá þætti frá upphafi), en hvernig væri það samt að koma með enn eitt áhugamál sem tengist þá teiknimyndum almennt? Það eru svo margar teiknimyndir til þarna úti sem eru hreint frábærar, teiknimyndir sem eru ekki talsettar á íslensku eða þá talsettar af Ladda(hann er bestur í talsetningu), hræðilega fyndnar teiknimyndir, sýrðar teiknimyndir, o.s.frv. Mig langar í FLEIRI TEIKNIMYNDIR!!!
Svo þyrfti RÚV líka að fara að sýna skemmtilegar teiknimyndaþætti aftur, eins og Twisted Tales of Felix the Cat(örugglega með bestu teiknimyndum sem ég hef séð), eða einhverjar John K teiknimyndir! GARG!!!
…ég hljóma eins og furðufulg, er það ekki? Fjandinn…