Sælt veri fólkið!

Ég er með þráðlaust network sett upp heima, á tvær tölvur. Laptop og Desktop.

Get sent gögn á c.a. 300kbs. Er að spá í hvort það sé ekki hægt að auka hraðann. Nefnilega bandvíddin fer öll í þetta þannig ég get ekki notað netið. Var með crossover kapal en þegar ég tengdi hann datt netið alltaf út. Hef örugglega sett þetta eitthvað vitlaust upp. Síðan er líka svo þægilegt að hafa þetta allt þráðlaust.

Router : Netopia 3347
desktop: Netopia 802.11b WLAN USB Adapter
laptop : Dell TrueMobile 1300 WLAN Mini-PCI Card

Er að spá í, þetta netkort í desktopnum var eitthvað cheap drasl sem ég fékk með routernum. Ef ég myndi kaupa betra þráðlaust netkort, gæti ég þá aukið hraðann?