Ég fór að velta þessu fyrir mér þegar ég las kork frá einhverjum sem var að væla yfir því að hafa verið bannaður fyrir tilgangslausan póst. Hann notaði þau rök (Slæm rök já) að hann hefði ekki lesið tilkynninguna um tilgangslausa pósta.

Af hverju ekki að senda öllum notendum skilaboð þegar það koma mikilvægar tilkynningar á forsíðu?

Það eru nú eftir allt saman ekki allir sem skoða forsíðuna á hverjum degi - Hvað þá tilkynningarnar á henni.

Hvernig hljómar það ?