Ég var að setja þetta forrit upp í tölvunni svo ég gæti fullnýtt hátalarakerfið mitt. En þegar ég fer inní það þá stendur svona “speaker mode: 2” sem þýðir að það sé bara stillt þannig að ég heyri bara í tveim hátölurum eins og gerist. Hugsanlega af því að ég var með hátalara sem voru bara 2. En nú er ég með 5 og get ekki klikkað á þetta til að breyta 2 í 5:S. Getur einhver hjálpað mér með þetta?