Getur maður bara byggt Rómverskar byggingar og kalla? Ég hef margoft tekið yfir borgir í Egyptalandi, Spán, Gaul og Grikklandi en aldrei getað byggt þeirra byggingar. Ef ég kíki á byggingarnar sem að eru nú þegar til staðar sé ég að það eru Egypskar osfrv. byggingar en þegar ég ætla að byggja aðrar byggingar koma bara Rómversku byggingarnar og ég get bara búið til Rómverska hermenn. Þetta eru náttúrlega sömu grundvallaratriðin í byggingunum en maður ætti samt að geta búið til Egypska eða Gríska hermenn. Maður hefur oft barist við þá þannig að það er greinilegt að þeir eru til staðar í leiknum. Veit einhver hvernig á að gera þetta?