Ég pósta þessu líka hérna vegna þess að maður fær ekki eins fljótt svar á windows og hérna og þetta vandamál þarf að lagast sem fyrst vegna þess að það fer ekkert rosalega vel með tölvuna að slökkva á tölvunni allt bara með því að ýta á takkann.

Þannig er mál með vexti að þegar ég kveiki á tölvunni minni þá kemur þetta letur á skjáinn “SYNC. out of rate” og þetta hreyfist um skjáinn bara endalaust, ég sé enga mynd á skjáinn eða neitt. Bara þetta, kemur ekkert windows upp.

Svo ég komist svo í tölvuna þá þarf ég að slökkva á tölvunni og kveikja aftur. Veit einhver hvað er að hjá mér? Hvað get ég gert?

Fyrirfram þakkir. ;)