Ég er í smá vandamálum með hljóðið hjá mér og var að vonast til þess að einhver gæti hjálpað mér að laga það. Það sem gerðist var að um daginn dó upprunalegi harði diskurinn minn og ég varð að skipta yfir á annan og allt í góðu með það allt er komið í lag nema hljóðið því ég finn ómögulega driver fyrir það. Þegar ég fer í Device manager fer ég í other devices og þaðan í Multimedia Audio Controller en þar byrja vandræðin. Þegar ég ýti á propeties kemur þetta upp og reinstall driver virkar ekki því ég var aldrei með neinn driver á þessu. Þá skoða ég driver dæmið og þá kemur þetta upp og update virkar ekki. Svo ég spyr, hvar kemst ég að því hvar ég kemst að því hvernig hjóðkort ég er með og hvar ég get sótt driver fyrir það.