Þið kannist örugglega við nöldrið að ekki standi ‘ólesið’ eða ‘lesið’ fyrir aftan korkana. Og flestir vita nú þegar að lesnir korkar eru nú ljósari en hinir, og er þetta svona í staðinn fyrir að skrifað sé fyrir aftan korkinn.

Nú eins og einhver af ykkur vita, eru ekki öll áhugamál með þannig liti að það sé hægt að hafa ljóst og dökkt. T.d. áhugamálið ‘Blizzard leikir’ sem ég heimsæki á hverjum degi, hefur svarta korka og hef ég því ekki hugmynd um hvaða korka ég hef lesið og hvaða ekki.

Þess vegna legg ég til að vefstjórar og/eða forritarar finni eitthvað út úr þessu, t.d. að breyta litunum aðeins eða að skrifa fyrir aftan.

Endilega gerið þó eitthvað til að hægt sé að vita hvað maður les á öllum áhugamálum, ekki aðeins sumum. :-)