Ég var að fá mér svona Tv-Out snúru um daginn svo ég gæti nú horft á bíómyndirnar sem ég á í tölvuni í sjónvarpinu, en það er einn lítill hængur á.

Þegar ég er búinn að tengja allt rétt og fer í Control Panel>Diplay>Settings og vel glugga nr.2 og haka við “Extend my windows desktop to this monitor”, get ég ekki valið hann sem primary monitor og þar af leiðandi fæ ég bara svarthvíta mynd af bakgrunninum og sé enginn icon né músina.

Er einhver hérna sem getur leiðbeint mér í þessu litla vandamáli? Það væri frábært.