Ég fór “óvart:)” á einn link á b2.is og þegar ég fór á hana byrjaði spybot að segja mér að eitthvað væri að reyna skrá sig í registry, ég fór í deny við allt en það virðist ekki hafa verið nóg þar sem stuttu seinna byrjuðu allskonar pop ups og vesen að spretta upp.

Ég spyware scannaði með spybot, xoftspy, og adaware og deletaði því sem þau forrit fundu, en það lagaði ekki allt.

Ég fæ ennþá mjög leiðilegan pop up á ca mínútu fresti. Hann lýtur svona út

http://easy.go.is/haxx3r/wtf/ffs.JPG

Veit einhver hvernig ég get losnað við þennan andskota? Það versta við hann er það að það er ekki nóg að loka honum, þar sem hann skilur alltaf eftir sig IEXPLORER.exe í processes sem ég þarf að end taska :( og hann fer alltaf efst, þannig að ef ég er að spila einhvern leik eða eitthvað, þá birtist hann alltaf, og það gerir ekkert gagn að skilja hann bara eftir opinn og færa hann útfyrir skjáinn eða minimiza, því þá koma bara fleiri alveg eins pop ups. Þetta er orðið frekar pirrandi. :(

Getur einhver hjálpað mér?