Ég er með adsl hjá símanum, ég er með draytek router
og alla jafna hef ég getað tengt tölvuna mína við hann beint með lan snúru og komist þannig á netið. Svo færði ég tölvuna mína milli herbergja en það virðst vera að tölvan finni ekki routerinn. Ég er búinn að prufa að nota mismunandi snúrur og endurræsa. Netið virkar á öðrum tölvum í húsinu sem eru með wireless kort en beintengingin virðist ekki vera að virka. Einhverjar uppástungur?