Jæja, það sem ég vildi ræða um við ykkur er þessi menning sem kallast “danstónlist”.

Nú er ég ekki bara að tala um tónlist sem heyrist á stöðum á borð við Skuggabar eða Sportkaffi.

Danstónlistin sem ég er að tala um eru stefnur á borð við drum'n'bass, techno, trance, house og allt sem viðkemur danstónlist yfir höfuð.

Það sem ég vil fá að sjá hér er áhugamálið “danstónlist”, þar sem unnendur hverrar stefnu fyrir sig geta fengið að tjá sig um sinn tónlistarsmekk, nú þegar eru 3 áhugamál á huga eitthvað tengd rokki og eitt tengt hiphopi þannig mér þætti mjög vænt um að sjá áhugamálið “danstónlist” hérna inni ,því ég er viss um að það er fullt af fólki þarna úti sem langar að tjá sig um “klúbbana”, “plötusnúðana” og síðast en ekki síst sjá “topp10” lista plötusnúðana, sem ég gæti tekið að mér að safna.

En hvað finnst ykkur ?

Er þetta sniðugt? - eða er þetta flopp?