En alla vega, nokkrum sinnum hefur þessi hugmynd skotið upp kolli hér á huga en ávallt verið rökkuð niður, aðalega vegna þess að flest fíkniefni eru ólögleg. En munið eitt, Sígarettur eru ekki ólöglegar þó svo að það eru hin ýmsustu harðstjórar á landinu sem eru að reyna að banna jákvæða umfjöllun um sígarettur, bann á auglýsingum og annað rugl.

Hvar er lýðræðið þar?

En alla vega, ég er að drifta þarna. Það sem ég er að segja, Hugi.is/“hvaða áhugamál sem er” er ekki endilega þar til að auglýsa eftir farandi hluti. Kíkjum á áhugamálið “Althingi” ég veit nú ekki betur en 90 prósent af korkum og greinum þar eru að dissa Alþingið fyrir vanrækslu.

Þannig allir sem væru inná Hugi.is/fikniefni væru alls ekki bara dópistar sem segja… “hass 0wnar” óje. Eða eitthvað þvíumlíkt. NEI! Þar myndi skapast það sem mér finnst vanta hérna á Íslandi… ALVÖRU UMRÆÐA um fíkniefni og það sem fylgir henni.

Og af sjálfsögðu er þetta áhugamál ekki bara fyrir Hass-hausa, Ellu-poppara og aðra dópista heldur er etta líka fínn staður fyrir kaffi-sjúklinga, bjór-drykkjuleikir og annað eins.

Það sem hugi er um er að skapa umræðu… þannig mér þætti það einkar sorglegt ef hugi.is myndi einfaldlega ignore-a einn stærsta þáttinn í þróun menningarlífs á vesturlöndum.

Svo bara…

áfram lýðræðisleg umræða um fíkniefni… slæmar og góðar hliðar!