Ég hef tekið eftir því að það vantar alveg eitt áhugamál hérna inn, en það er HiFi áhugamálið. Fyrir þá sem ekki vita er HiFi skammstöfun fyrir High Fidelity, eða “hágæða”, og er þá átt við hágæða hljómflutningstæki.

Pötuspilarar, lampamagnarar, lampaformagnarar, hátalarar og fleira eru viðfangsefni þeirra sem að eru að spá í HiFi og yfirleitt eru þetta algjörir nördar á þessu sviði og má líkja HiFi við sérstök trúarbrögð, þar sem að HiFi gaurar fullyrða að aldrei sé hægt að ná eins góðum hljómgæðum úr venjulegum CD spilara með “solid state” magnara, og gamla góða plötuspilaranum og lampamagnara, svo ekki sé talað um electrostatíska hátalara.

Yfirleitt smíða HiFi gaurar sínar græjur sjálfir, það gengur meira að segja svo langt að sumir vilja ekki sjá aðrar snúrur en þær sem þeir smíða sjálfir, þannig að það ættu að geta farið fram mjög áhugaverðar og gagnlegar umræður hérna ef að þetta áhugamál verður sett inn.

Ég vil endilega að þetta verði skoðað rækilega, það eru margir sem að hafa áhuga á HiFi og vilja endilega fá umræðuvef um þetta hér inn.

kveðja

Audiogaur