Það hafa ekki verið gerðir betri leikir en Bolder Dash og Harrier Attack, grafíkin kannski ekki eins góð og í þessu fínu nútímaleikjum en við höfðum ekkert betra þarna 1983-1985.

Amstradtalvan mín var svört, ekki eins og þessar nútímatölvur sem eru nær allar með einhvern ljótan ljósljósljósgráhvítan lit, nema náttúrulega tölvuskjárinn minn sem ég er búinn að tússa svartan.

Það er ekki til neitt göfugra en blár bakgrunnur með gulum stöfum á, miklu betra en þetta DOS ykkar sem er í ófrumlegum svart/hvítum lit.

Ég vill tölvuleiki þar sem takkarnir eru upp/niður/hægri/vinstri og einn til tveir skottakkar - ég nenni ekki að læra meira.

Litli geimveruútlítandikallinn og einliti Harrierinn sem maður gat bara séð á hlið rúla. Harrier var líka frábær að því leyti að maður gat skotið skýin, rústað heilu borgunum og skotað ýmis skotmörk sem voru svo óraunveruleg að það var frábært, maður gat skotið sér út úr flugvélinni með Esc og maður sveif síðan til jarðar í fallhlíf, það var sko gaman, síðan gat maður ráðist á flugmóðurskipið sitt.

Bolder Dash var, hef ég heyrt, endurútgefinn oft en hann var hreinastur í upphaflegri mynd. Lítill kall að safna demöntum og slátra blikkandi ferhyrningum með því að láta steina detta á þá.

Ekki reyna að segja mér að það hafa verið gerðir betri leiki
<A href="