Mál er þannig með vexti að ég er með Windows XP pro, sem er svo sem ágætt fyrir utan einn hlut, sem ég get ómögulega útskýrt.
Það er þannig að ef ég vel skrá, og smelli á hægri músatakkan, þá kemur upp þessi listi sem flestir kannast við, og þar í miðjunni er valmöguleikinn Send to. Ef ég fer með músina yfir þenna valmöguleika þá hverfur allt hjá mér, þá meina ég desktopið, start takkinn, mappan, allt saman, og kemur aftur eftir smá tíma. Þetta hljómar kannski ekki eins og stor vandi, en þetta er alveg svakalega pirrandi.
Eru einhverjir fleiri að lenda í þessu? Er eitthvað sem hægt er að gera eða verð ég bara að lifa við þetta?
<br><br>Stewie: “Yea, and God said to Abraham, ‘You will kill your son Isaac.’ And Abraham said, ‘I can’t hear you, you'll have to speak into the microphone.' And God said, ‘Oh, I’m sorry, is this better? Check, check, check. Jerry, pull the high end out, I'm still getting some hiss back here.'”
(Family Guy)